Innlent

Örn Bárður vill biskup og forystu kirkjunnar frá

Örn Báður spyr hvort enginn hafi orðað þann möguleika að biskup þyrfti hugsanlega að segja af sér.
Örn Báður spyr hvort enginn hafi orðað þann möguleika að biskup þyrfti hugsanlega að segja af sér. Mynd GVA
Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju og stjórnlagaráðsfulltrúi, hvetur forystu kirkjunnar til að stíga til hliðar í grein í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að viðbrögð yfirstjórnar kirkjunnar við skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar hafi valdið honum vonbrigðum. Hann gagnrýnir einnig kirkjuþing og spyr af hverju biskup hafi ekki vikið úr þingsal og leyft þinginu að ræða málið að honum fjarstöddum. Hann spyr einnig hvort enginn hafi orðað þann möguleika að biskup þyrfti hugsanlega að segja af sér. 

Hann segir að forysta kirkjunnar geti nú sýnt auðmýkt með djarfmannlegu verki; stigið til hliðar og viðurkennt að henni hafi mistekist í málinu. sáttargjörð verði ekki í reynd fyrr en hrein iðrun hafi átt sér stað, og þjóðin þoli illa hálfkák í alvarlegu máli sem þessu.

Grein hans má lesa í heild sinni með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×