Innlent

Háskóli Íslands 100 ára í dag - opið hús á Alþingi

Háskóli Íslands var til húsa í Alþingishúsinu áður en hann fluttist á núverandi stað
Háskóli Íslands var til húsa í Alþingishúsinu áður en hann fluttist á núverandi stað Mynd Stefán
Á þessum degi fyrir réttri öld var Háskóla Íslands stofnaður, hinn 17. júní 1911 á Alþingi þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar.

 

Einni öld síðar, í dag hinn 17. júní 2011, verður stofnunar Háskóla Íslands minnst með hátíðarsamkomu í þingsal Alþingis, klukkan 12. Að lokinni hátíðarsamkomunni verður afhjúpaður minnisvarði um stofnun Háskóla Íslands og veru hans í tæpa þrjá áratugi í Alþingishúsinu. Hildigunnur Gunnarsdóttir og Snæfríð Þorsteins eru hönnuðir minnisvarðans.

Þetta kemur fram á vef Háskóla Íslands.

Almenningur velkominn í Alþingishúsið

 

Af þessu tilefni verður Alþingishúsið opið almenningi í dag frá kl. 14 til 17.30. Á fyrstu hæð þinghússins, þar sem Háskólinn var til húsa í 29 ár, verður áhersla lögð á upplýsingar um sögu Háskóla Íslands, einkum þann tíma sem háskólakennsla fór fram í Alþingishúsinu á vegum læknadeildar, lagadeildar, guðfræðideildar og heimspekideildar.

 

Önnur hæð þinghússins verður einnig opin en þar verður að finna muni og fróðleik um Jón Sigurðsson í tilefni af 200 ára afmæli hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×