Innlent

SFR semur við Reykjavíkurborg

Frá undirritun samninganna
Frá undirritun samninganna Mynd SFR
SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu og samninganefnd Reykjavíkurborgar skrifuðu undir kjarasamning rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Samningurinn er á svipuðum nótum varðandi innihald og áherslur og samningurinn sem SFR gerði við ríkið nýverið.

Kjarasamningur SFR við borgina gildir frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014. Launahækkanir verða krónutöluhækkun eða prósentuhækkun eftir því hvor leiðin skilar félagsmönnum hagstæðari niðurstöðu.

Þannig er félagsmönnum tryggðar 12.000 kr. eða að lágmarki 4,6% hækkun þann 1. júní 2011, 11.000 krónur eða að lágmarki 3,50% hækkun þann 1. mars 2012 og 11.000 kr. eða að lágmarki 3,50% þann 1. mars 2013

Þetta kemur fram á vef SFR.

Samningurinn gerir einnig ráð fyrir 50.000 króna eingreiðslu ef hann verður samþykktur, sem og álagsgreiðslum upp á 25.000 krónur þann 1. febrúar 2012. Einnig er gert ráð fyrir hækkunum á orlofs- og desemberuppbætur.

Stærsti hópurinn sem samningurinn nær til eru stuðningsfulltrúar og félagsliðar, sem vinna við málefni fatlaðra. Sá hópur flutti frá ríkinu yfir til Reykjavíkurborgar um síðustu áramót þegar málefni fatlaðra var flutt yfir frá ríki yfir til sveitarfélaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×