Innlent

Karl hyggst stíga frá embætti innan tíðar

Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Karl Sigurbjörnsson, biskup. Mynd/GVA
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði í viðtali við Kastljós í kvöld að hann hyggðist stíga frá embætti innan tíðar.



“Minn tími kemur, fyrr en síðar, það er alveg augljóst mál.” sagði biskup í viðtalinu en bætti því þó við að þegar hann hætti, sem yrði innan tíðar, þá yrðu ákveðnir hlutir að vera komnir í betra horf. Hann taldi sig bera ábyrgð á ákveðnum málum og því væri tíma hans í embætti ekki alveg lokið enn, en sem dæmi nefndi hann þörfina á að breyta reglum um biskupskjör og auka þátttöku leikmanna í biskupskjöri.



Hann ítrekaði þó að ekkert í skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings hafi sagt að hann hefði framið brot og ætti að víkja frá starfi. Þar hafi hinsvegar komið fram að hann hafi gert mistök, en það hafi hann gert í góðri trú, af góðum hug, ekki til að bregða fæti fyrir og valda skaða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×