Innlent

Tveir dýrbítar í Hrunsfirði - eigendur létu bændur vita

Lömb. Myndin er úr safni.
Lömb. Myndin er úr safni. Mynd / Vilhelm Gunnarsson
Hundur af tegundinni Siberian Husky drap lamb í Hraunsfirði á Snæfellsnesi síðasta laugardag samkvæmt fréttavefnum Skessuhorn.is. Það sama gerðist á sunnudeginum, en þá var á ferðinni annar hundur af sömu tegund.

Eiríkur Helgason formaður Sauðfjárræktarfélags Helgafellssveitar og nágrennis segir virðingarvert að í báðum tilfellum létu hundaeigendur vita. Farið hefur verið fram á að annar hundurinn verði aflífaður.

Í vikunni fannst svo þriðja dauða kindin á sama svæði. Engin skýring hefur fundist á dauða hennar að sögn Eiríks.

Þá hefur nokkrum sinnum sést til hunda sem elta og glefsa í kindur.

„Hraunsfjörður er orðinn mikill útivistarstaður og hefur aukning á lausagöngu hunda því orðið mikil. Þetta getur ekki gengið þar sem svæðið er eitt af aðal sumarbeitarsvæðum sauðfjár en síðastliðin haust hefur vantað þó nokkuð af lömbum sem gengu á þessu svæði,“ sagði Eiríkur Helgason í samtali við Skessuhorn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×