Íslenski boltinn

Þór/KA stelpurnar bjóða upp áritaða íþróttatoppa sína

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sex leikmenn Pepsi-deildarliðs Þórs/KA hafa ákveðið að leggja baráttunni gegn brjóstakrabbameini lið með sérstökum hætti. Þær ætla að gefa áritaða íþróttatoppa sína sem síðan verða svo seldir á uppboði síðar í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara.

„Stelpurnar í Þór/KA taka þátt í þessu að frumkvæði Manyu Makosky og er þetta er gert í samvinnu við vin hennar í Bandaríkjunum sem stendur fyrir þessu verkefni.  Að sögn Makosky  munu leikmenn víða að úr heiminum taka þátt í þessu verkefni. Stefnt er að því að uppboðið hefjist síðari hluta júlí mánaðar á eBay og þá munu allir eiga þess kost að bjóða í toppana," segir í fréttinni á thorsport.is.

Auk Manyu Makosky sjálfrar eru það systurnar Arna Sif og Eva Hafdís Ásgrímsdætur, Karen Nóadóttir, Marisha Schumacher–Hodge og Rakel Hönnudóttir sem gáfu íþróttatoppa sína á uppboðið.

Það má sjá frétt um málið hér en þar er einnig viðtal við Manyu Makosky sem sést hér fyrir ofan.

Þór/KA-liðið verður í eldlínunni í kvöld þegar þær taka á móti Stjörnunni á Þórsvellinum í fimmtu umferð Pepsi-deildar kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×