Innlent

Hundar bannaðir á hátíðarsamkomum

Í Reykjavík er óheimilt að vera með hunda á Ingólfstorgi, Aðalstræti, Austurstræti, Lækjartorgi, Bankastræti og Laugavegi að Rauðarárstíg.
Í Reykjavík er óheimilt að vera með hunda á Ingólfstorgi, Aðalstræti, Austurstræti, Lækjartorgi, Bankastræti og Laugavegi að Rauðarárstíg. Mynd úr safni/Vilhelm
Um leið og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur óskar borgarbúum gleðilegrar hátíðar á 17. júní vill það minna hundaeigendur á að óheimilt er að vera með hunda á hátíðarsamkomum, skipulögðum fyrir almenning, meðal annars vegna tillitssemi við aðra gesti.

Þá er einnig óheimilt að vera með hunda í nokkrum götum í miðborginni: Ingólfstorgi, Aðalstræti, Austurstræti, Lækjartorgi, Bankastræti og Laugavegi að Rauðarárstíg.

Hundaeftirlit Reykjavíkur minnir á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu svo sem á stígum og í görðum Reykjavíkurborgar. Heimilt er aftur á móti að sleppa hundum lausum á Geirsnefi, Geldingarnesi og auðum svæðum fjarri íbúðabyggð og innan hundaheldra girðinga.

Reykjavíkurborg og borgarbúar hafa undanfarin ár unnið saman að því að fegra borgina og snyrta og eitt af því sem hundaeigendur eiga að gera er að þrífa skítinn upp eftir hunda sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×