Innlent

Ákærður fyrir ofsaakstur bróður síns

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir ofsaakstur undir áhrifum fíkniefna og slævandi lyfja en mál hans var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Það var í maí árið 2009 þegar maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar og raskaði hann þannig umferðaröryggi á alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu annarra vegfarenda í augljósan háska samkvæmt ákæruskjali.

Maðurinn ók langt yfir hámarkshraða frá Kópavogi til Hafnarfjarðar þar sem hann missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Maðurinn reyndi því næst að flýja af vettvangi. Lögregla veitti honum þá eftirför á fótum og náði honum að lokum.

Maðurinn er einnig ákærður fyrir að villa á sér heimildir. En eftir að hann var færður á lögreglustöðina gaf hann upp nafn og kennitölu bróður síns sem leiddi til þess að hann var ákærður í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×