Erlent

Eitt þúsund manns í druslugöngu í Sidney

Um eitt þúsund manns tóku þátt í druslugöngu í miðborg Sidney í Ástralíu í dag til að berjast gegn fordómum í tengslum við klæðaburð kvenna.

Fyrsta druslugangan var farin í Toronto í Kanada fyrr á þessu ári til að mótmæla ummælum lögreglustjórans þar í borg sem sagði að konur þyrftu að forðast að klæða sig eins og druslur til að verða ekki fórnarlömb. Síðan þá hefur hugmyndin farið út um allan heim en fyrsta druslagangan hér landi verður farin í Reykjavík í lok næsta mánaðar.

Um eitt þúsund manns tóku þátt í göngunni í Sidney í dag og hrópuðu þátttakendur slagorð gegn fordómum og ofbeldi. „Þetta er óviðunandi og flytur sökina og ábyrgðina á þessum siðlausu glæpum frá þeim sem ber hana alfarið, það er að segja árásarmanninum," segir Thea Gumbert, mótmælandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×