Viðskipti erlent

Framboð Stanley Fischer breytir litlu

Christine Lagarde. Mynd/AP
Christine Lagarde. Mynd/AP Mynd/AP
Enn sem komið er þykir líklegst að Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, verði næsti framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Framboð Stanley Fischer, seðlabankastjóri Ísraels, virðist ekki ætla að breyta miklu í þeim efnum. Þrátt fyrir mikla reynslu og hafa starfað hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er Fischer ekki talinn líklegur til að hljóta starfið.

Stjórnvöld í Indónesíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa lýst yfir stuðningi við Lagarde. Það er á skjön við yfirlýsingar margra þjóðarleiðtoga utan Evrópu en mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að næsti framkvæmdastjóri sjóðsins verði ekki Evrópumaður.

Staða framkvæmdastjóra lostnaði þegar Dominique Strauss-Kahn steig til hliðar í síðasta mánuði eftir að hann var ákærður fyrir að hafa framið kynferðisbrot gegn hótelþernu í New York.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×