Innlent

Vefur lögreglunnar lá niðri vegna tölvuhakkara

Frá mótmælum í Madríd í síðasta mánuði. Mynd/AP
Frá mótmælum í Madríd í síðasta mánuði. Mynd/AP
Heimasíða embættis ríkislögreglustjórans á Spáni lá niðri í um klukkustund í gærkvöld eftir að tölvuhakkarar réðust á síðuna. Málið er litið alvarlegum augum en embættið hefur ekki staðfest að samtökin Anonymous hafi staðið á bak við árásina. Yfirlýsing þess efnis birtist þó á heimasíðu samtakanna skömmu eftir árásina. Talið er að þau hafi ráðist á heimasíðu ríkislögreglustjórans vegna þess að þrír einstaklingar sem tengjast samtökunum voru handteknir á föstudaginn.

Anonymous eru sögð laustengd alþjóðleg samtök aðgerðasinna sem beina spjótum sínum að fyrirtækjum og stjórnvöldum víðsvegar um heiminn. Margir sem styðja Anonymous hafa sést með svokallaðar Guy Fawkes grímur sem voru áberandi í kvikmyndinni  V for Vendetta. Fjölmargir mótmælendur báru slíkar grímur í mótmælum í Madríd, höfuðborg Spánar, í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×