Innlent

Hönnunarsafnið fékk Heklu að gjöf

Kjartan Eyjólfsson frá Epal, Magnús Torfason frá Íslandsbanka, Halldóra Gyða Matthíasdóttir frá Íslandsbanka, Jón Ólafsson hönnuður og Harpa Þórsdótir forstöðumaður Hönnunarsafni Íslands.
Kjartan Eyjólfsson frá Epal, Magnús Torfason frá Íslandsbanka, Halldóra Gyða Matthíasdóttir frá Íslandsbanka, Jón Ólafsson hönnuður og Harpa Þórsdótir forstöðumaður Hönnunarsafni Íslands.
„Það er Hönnunarsafni Íslands sönn gleði að taka á móti Heklu. Erfitt er að nálgast verðlaunalampann sem er orðinn hluti af skandinavískri hönnunarsögu. Hekla er dæmi um afar vel heppnaða og fallega hönnun sem við Íslendingar eigum að þekkja. Við þökkum Íslandsbanka og Epal kærlega fyrir þetta frábæra framtak,“ segir Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands.

Í tilefni af opnun sýningarinnar Hlutirnir okkar í Hönnunarsafni Íslands færðu Íslandsbanki og Epal safninu að gjöf verðlaunalampann Heklu frá árinu 1962.

Hönnuðir lampans, Jón Ólafsson og Pétur B. Lúthersson, voru við nám í Listiðnaðarskólanum í Kaupmannahöfn þegar þeir unnu hönnunarsamkeppni þar í landi. Lampinn var framleiddur hjá Fog og Mørup í ein 15 ár. Um tíma var hægt að kaupa hann hér á landi en mjög sjaldgæft er að sjá lampann til sölu í dag og má helst finna hann hjá antiksölum sem sérhæfa sig í skandinavískri hönnun. Sá lampi sem Íslandsbanki og Epal gáfu Hönnunarsafninu var keyptur af austurískum antiksala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×