Innlent

Ólafur Gaukur er látinn

Mynd/GVA
Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari og tónlistarmaður er látinn, áttræður að aldri. Ólafur fæddist í Reykjavík 1930 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann hóf ungur að aldri að spila með mörgum af vinsælustu hljómsveitum landsins, meðal annars KK sextett og stýrði svo sinni eigin hljómsveit um árabil. Hann rak sinn eiginn gítarskóla frá árinu 1975. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Svanhildur Jakobsdóttir söngkona og dagskrárgerðarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×