„Þetta er frábær tilfinning því það er ekkert sjálfgefinn hlutur að komast inn á stórmót,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu árið 2012.
„Það er alltaf gaman að geta glatt þjóðina í hverjum janúar og það verður enginn breyting á því á næsta ári“.
„Þetta var fullkominn endir á tímabilinu, það skiptir engu hvar þú lítur á liðið það voru allir að standa sig“.
„Það verður að þakka sjúkraþjálfurum og læknum liðsins en þeir stóðu sig frábærlega að tjasla mönnum saman fyrir þennan leik“.
