Innlent

Eignirnar nema yfir einum milljarði króna

Eignir nokkurra Íslendinga og félaga í eigu þeirra, sem hafa verið frystar að beiðni sérstaks saksóknara í tengslum við rannsókn á Kaupþingi, nema yfir einum milljarði króna. Ekki hefur verið gefið upp hverjir eiga þar í hlut þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi.

Rannsóknarferlið sjálft hófst í apríl og var réttarbeiðni send sérstökum rannsóknardómara í Lúxemborg í síðasta mánuði. Aðgerðin er talin nauðsynleg til að tryggja að verðmæti hverfi ekki á meðan réttmæti eignarhaldsins er kannað en frystingin nær til eigna nokkurra Íslendinga og félaga í þeirra eigu á bankareikningum í Lúxemborg.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir eignirnar metnar á yfir einn milljarð króna. Vegna rannsóknarhagsmuna geti hann þó ekki greint frá því hvaða einstaklingar eða félög eigi í hlut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×