Innlent

Rannsókn á láti Sigrúnar Mjallar ábótavant

Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, telur rannsókn lögreglu á láti Sigrúnar Mjallar Jóhannesdóttur ábótavant. Fullt tilefni hafi verið til að rannsaka hvaðan læknadópið kom sem dró hana til dauða. Þrjár manneskjur sitja nú á sakamannabekk í Noregi vegna meintrar aðildar að láti fimmtán ára stúlku sem lést af banvænum eiturlyfjaskammti í fyrra.

Þær hlutu sömu örlög, Sigrún Mjöll Jóhannesdóttir, sem lést sautján ára gömul eftir banvænan morfínskammt í júní í fyrra á Íslandi, og Ragnhild Embla Helsengreen sem var fimmtán ára þegar hún fannst látin sama sumar í Noregi eftir of stóran eiturlyfjaskammt. Sigrún Mjöll er talin yngsta fórnarlamb læknadóps á Íslandi en Ragnhild yngsta fórnarlamb PMMA eitursins í Noregi.

Eftirmálin voru hins vegar ólík mjög. Í Noregi var lát stúlkunnar rannsakað sem manndráp af gáleysi í fyrstu en síðan voru þrjár manneskjur ákærðar fyrir að hafa ekki komið Ragnhild Emblu til hjálpar. Réttarhöld standa nú yfir þessu fólki í Noregi.

Jón Þór segir að skýrslan úr máli Sigrúnar Mjallar veki grun um fjölda brota og bendir á að það sé refsivert að afhenda barni áfengi, fíkniefni eða önnur lyf, en krufningin sýnir að Sigrún Mjöll var undir áhrifum lyfjakokteils þegar hún lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×