Innlent

Þarf að hætta þessari lánsveða-vitleysu

Viðskiptaráðherra segir lífeyrissjóðina standa í vegi fyrir því að undið sé ofan af skuldavanda fólks með lánsveð, og hafi til þess stjórnarskrárvarinn rétt. Hann segir að í framtíðinni þurfi að hætta þessari lánsveða-vitleysu, eins og hann kallar það.

Í vikunni hefur fréttastofa sagt frá fólki sem situr uppi með mikla yfirveðsetningu, langt umfram þau 110 prósent sem úrræði ríkisstjórnarinnar eiga að geta tryggt fólki. Ástæðan er sú að stór hópur lántaka er með svokölluð lánsveð í fasteignum sem það á ekki sjálft, en 110 prósent leiðin hjálpar því fólki lítið.

Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra, segir vandann við þá leið að hún miði við veðrými eigna sem liggja að baki lánunum, en þegar um lánsveð er að ræða sé litið til þeirra líka. Hann segir mikið hafa verið reynt síðustu ár að leysa vandann, en þar sé við ramman reip að draga. Lífeyrissjóðirnir hafi haldið sérstaklega fast í lánsveðin og ekki verið til viðtals um að vinda ofan af vandanum með skipulegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×