Innlent

426 brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri

Á myndinni má sjá þá kandídata sem hlutu heiðursverðlaun Góðvina þetta árið ásamt formanni Góðvina Andreu Hjálmsdóttur og Stefáni B. Sigurðssyni.
Á myndinni má sjá þá kandídata sem hlutu heiðursverðlaun Góðvina þetta árið ásamt formanni Góðvina Andreu Hjálmsdóttur og Stefáni B. Sigurðssyni.
Brautskráning Háskólans á Akureyri fór fram við hátíðlega athöfn í dag þegar 426 kandídatar voru útskrifaðir með háskólapróf, en með því hefur háskólinn útskrifað nærri fjögur þúsund nemendur á sínum 24 starfsárum.

Rektor háskólans, Stefán B. Sigurðsson, sagði í ræðu sinni við athöfnina að um 70% þeirra nema sem útskrifast hafa frá Háskólanum á Akureyri undanfarin ár starfi á landsbyggðinni og hafi því skólinn án nokkurs vafa átt mikinn þátt í að hækka menntunarstig landsbyggðarinnar og draga úr fólksflutningi til höfuðborgarsvæðisins.

Hann sagði fjölgun íslenskra háskóla hafa verið jákvæða þróun, en í hans huga væri það dauðadómur fyrir Háskólann á Akureyri ef hann yrði gerður að útibúi frá háskólastofnun á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×