Innlent

Uppvakningaganga í Reykjavík

Miðbær Reykjavíkur iðaði af lífi í dag þegar fjöldi manns streymdi út á göturnar í svokallaðri uppvakningagöngu, en slíkar göngur hafa áður vakið athygli víðsvegar um heiminn. Ekki er vissa um það hvort hér sé um að ræða fyrstu uppvakningagönguna sem gengin er á Íslandi, en víst þykir að hún sé sú fjölmennasta.

Gangan hófst í tveimur hópum sem lögðu af stað frá Hlemmi annars vegar og Skólavörðuholti hins vegar, en hóparnir mættust svo við enda Laugavegarins og gengu saman niður á Ingólfstorg og Austurvöll.

Mynd/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×