Viðskipti erlent

Tvö berjast um starf Strauss-Kahn

Líklegt þykir að Lagarde verði næsti framkvæmdastjóri AGS.
Líklegt þykir að Lagarde verði næsti framkvæmdastjóri AGS. Mynd/AP
Christine Lagarde og Augustin Carstens eru nú tvö eftir í baráttunni um framkvæmdarstjórasætið hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, en Grigory Marchenko, seðlabankastjóri Kasakstan, hefur dregið umsókn sína til baka þar sem hann segir það augljóst að Lagarde fái starfið.



Staða framkvæmdastjóra varð laus þegar Dominique Strauss-Kahn steig til hliðar í síðasta mánuði en hann er nú staddur í New York þar sem hann hefur verð ákærður fyrir að hafa framið kynferðisbrot gegn hótelþernu.



Frá stofnun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur framkvæmdarstjórasætið ávallt fallið í hendur Evrópubúa, en Christine Lagarde er frönsk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×