Innlent

Gerir ráð fyrir mótframboði í formannskjöri

Bjarni Benediktsson gerir ráð fyrir mótframboði í formannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson gerir ráð fyrir mótframboði í formannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson segist gera ráð fyrir mótframboði í formannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðisflokksin í haust í viðtali við Morgunblaðið í dag. Hann segist jafnframt líta svo á að það hafi verið rétt að fylgja sannfæringu sinni í Icesavemálinu.

Þá segir Bjarni það afar einkennilega fullyrðingu að hann hafi ekki talað nógu skýrt um afstöðu sína í Evrópusambandsmálum. Hann sé staðfastlega þeirrar skoðunar að það sé skynsamlegast að halda okkur fyrir utan Evrópusambandið og því sé hann á móti aðild. Stærsta verkefnið nú sé að efla efnahagslíf þjóðarinnar, og þar sé núverandi ríkisstjórn ekki að standa sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×