Innlent

Frekari niðurskurður upphafið að endalokunum

Hveragerði
Hveragerði
Framkvæmdarstjóri Heilsustofnunarinnar í Hveragerði segir að frekari niðurskurður hjá stofnuninni sé upphafið að endalokunum en niðurskurðurinn hefur verið 100 milljónir á síðustu þremur árum.

Heilsustofnun NLFÍ hefur verið starfrækt síðustu 56 ár við góðan orðstír í Hveragerði. Í kynningarblaði stofnunarinnar sem dreift var í vikunni er viðtal við Ólaf Sigurðsson, framkvæmdarstjóra, sem lýsir miklum áhyggjum á frekari niðurskurði.

Ólafur segir þó ekkert liggja fyrir um að menn ætli að skera meira niður en hann kunni að reikna eins og aðrir íslendingar og sjái vel að kreppan sé ekki búin. Hann óttast að ef menn ætli að skera frekar í heilbrigðisþjónustunni muni hún molna niður. Nú þegar hafi starfsfólk Heilbrigðisstofnunarinnar tekið á sig 14-15% launalækkun, og stofnunin geti ekki meir.

Hann segir fólk þó ekki þurfa að óttast að stofnuninni verði lokað eins og staðan er núna, en haldi þetta áfram gæti þurft að endurskoða stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×