Innlent

Einstaklingar geti boðið sig fram til þings

Mögulegt yrði að kjósa frambjóðendur þvert á flokka og kjördæmi.
Mögulegt yrði að kjósa frambjóðendur þvert á flokka og kjördæmi.
Hægt verður að bjóða sig fram til þings einsamall og mögulegt verður að kjósa frambjóðendur þvert á flokka og kjördæmi, verði tillögur C-nefndar stjórnlagaráðs samþykktar.

C-nefnd stjórnlagaráðs, sem meðal annars hefur alþingiskosningar og kjördæmaskipan á sinni könnu, kynnti tillögur sínar um breytingar á kosningakerfinu á 12. fundi ráðsins í gær.

Þar er lagt til að kjósendur geti valið frambjóðendur þvert á flokka og kjördæmi í alþingiskosningum og atkvæðavægi skuli vera jafnt alls staðar á landinu. Þá er einnig lagt til að hægt verði að bjóða sig fram til þings bæði einsamall og sem hluti af framboðslista. Kjósendur geti svo valið sér frambjóðendur þvert á listana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×