Innlent

Lögreglan í Lúxemborg frystir eignir Íslendinga

Lúxemborg
Lúxemborg
Lögreglan í Lúxemborg hefur fyrst eignir nokkurra Íslendinga og félaga í þeirra eigu á bankareikningum þar í landi, en málið tengist rannsóknum á málefnum gamla Kaupþings. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og vitnar í Ólaf Þór Hauksson, sérstakan saksóknara, sem segir fjárhæðirnar umtalsverðar.

Til að gæta rannsóknarhagsmuna hefur þó ekki verið greint frá nöfnum einstaklinganna eða félaganna, né hversu háar upphæðirnar eru sem hafa verið frystar. Embætti sérstaks saksóknara undibjó málið og sendi réttarbeiðni til rannsóknardómara í Lúxemborg, sem gaf í framhaldinu lögreglunni þar í landi fyrirmæli um að hefjast handa.

Ólafur Þór telur frystingu eignanna nauðsynlega til að tryggja að verðmæti hverfi ekki á meðan réttmæti eignarhaldsins er kannað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×