Innlent

Harkalega tekist á í þingsal

Frá Alþingi
Frá Alþingi
Þingmenn tókust harkalega á um minna kvótafrumvarp landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra við aðra umræðu um málið í gærkvöld. Umræðurnar stóðu frá um hálf ellefu til tuttugu mínútur í eitt í nótt, en þegar leið á tóku að heyrast framíköll og jafnvel hlátrasköll á tíðum.

Stjórnarandstaðan gagnrýndi frumvarpið harðlega sem fyrr og sakaði stjórnarliðana um að treysta sér ekki til að styðja frumvarpið.

Þeir stjórnarþingmenn sjávarútvegsnefndar sem skrifuðu undir framhaldsnefndarálit gerðu það með fyrirvara, ef undan er skilinn formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir. Það skýrði hún sem svo að þeir hefðu viljað ganga lengra en gert er í frumvarpinu, en sjálf sagðist hún örugg um að stjórnarflokkarnir væru á réttri leið.

Umræðunni er haldið áfram í dag og var þráðurinn tekinn upp núna klukkan hálf tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×