Innlent

Erill á Akureyri en rólegt á höfuðborgarsvæðinu

Sex voru handteknir á Akureyri í nótt.
Sex voru handteknir á Akureyri í nótt.
Töluverður erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt en alls voru sex handteknir, þar af fjórir fyrir vörslu fíkniefna.

Tveir karlmenn á tvítugs og þrítugsaldri voru handteknir í heimahúsi en þar fundust sexhundruð grömm af marijúana og eitthvað magn af efninu MDMA, sem lögregla lagði hald á. Mennirnir eru grunaðir um fíkniefnasölu og hafa komið við sögu lögreglu áður.

Tveir karlmenn til viðbótar voru handteknir fyrir vörslu fíkniefna þegar á þeim fannst lítilræði af marijúana. Þá var einn handtekinn fyrir ölvun við akstur og annar fyrir fíkniefnaakstur.

Nóttin var hinsvegar tiltölulega róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sjö voru teknir fyrir ölvunarakstur og þrír gistu fangageymslur, sem þykir fremur lítið. Bílvelta varð á Suðurstrandarvegi í Reykjanesbæ í gærkvöldi en ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með fyrrnefndum afleiðingum. Fjórir voru í bílnum en engan sakaði. Bifreiðin er ónýt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×