Innlent

Metfjöldi brautskráður á aldarafmæli Háskóla Íslands

Metfjöldi nemenda verður brautskráður frá Háskóla Íslands í dag.
Metfjöldi nemenda verður brautskráður frá Háskóla Íslands í dag.
Metfjöldi nemenda verður brautskráður frá Háskóla Íslands í dag en þá verður þess jafnframt minnst að hundrað ár eru liðin frá stofnun skólans. Brautskráningin fer fram í Laugardalshöll en alls verða 1.816 prófskírteini afhent; 1.138 í grunnnámi og 678 í framhaldsnámi.

Eins og verið hefur síðustu ár fer brautskráningin fram í tvennu lagi í Laugardagshöllinni. Klukkan ellefu fer fram brautskráning kandíta sem eru að ljúka framhaldsnámi að loknu grunnnámi og klukkan tvö verður útskrift nema úr grunnnámi.

Í tilefni aldarafmælisins hafa kandídatar verið hvattir til þess að klæðast íslenskum þjóðbúningi og hefur öllum fyrrverandi menntamálaráðherrum landsins auk þess verið boðið á athöfnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×