Innlent

Hlaupagarpar komnir í Mývatnssveit

Þau Signý Gunnarsdóttir, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason hófu hringferð sína í 2. júní frá Barnaspítalanum.
Þau Signý Gunnarsdóttir, Sveinn Benedikt Rögnvaldsson, Alma María Rögnvaldsdóttir og Guðmundur Guðnason hófu hringferð sína í 2. júní frá Barnaspítalanum.
Fjórmenningarnir sem hlaupa nú um landið til að safna fé til styrktar krabbameinssjúkum börnum eru komnir í Mývatnssveit. Í gær var hlaupið frá Egilsstöðum og um Möðrudalsöræfi en þá lenti hópurinn í snjókomu, slyddu og slabbi. Einn úr hópnum átti afmæli og hafði á orði að hann hefði aldrei á sínum 42 árum fagnað afmæli í snjókomu.

 

Átakið nefnist „Á meðan fæturnir bera mig" og nú þegar hafa rúmlega 6 milljónir króna safnast.






Tengdar fréttir

Þriggja ára baráttujaxl

Tvenn hjón ætla að hlaupa hringinn í kringum Ísland á tveimur vikum en það jafngildir því að hvert og eitt þeirra hlaupi rúmt hálfmaraþon á hverjum degi. Yfirskrift verkefnisins er "Meðan fæturnir bera mig" og tilgangurinn er að safna fé fyrir krabbameinssjúk börn en Krummi, sonur annarra hjónanna, greindist með bráðahvítblæði í janúar á síðasta ári þá þriggja ára gamall. Fjallað var um málið í Íslandi í dag og rætt við Svein Benedikt Rögnvaldsson og Signýju Gunnarsdóttur. Auk þess sem frumsýnt var myndband sem sýnir baráttu Krumma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×