Innlent

Sjónvarpsstjóri dæmdur í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi

Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri ÍNN
Ingvi Hrafn Jónsson sjónvarpsstjóri ÍNN
Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarps- og blaðamaður, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til að greiða 15 milljónir króna í sekt. Eiginkona hans, fékk þriggja ára mánaða skilorðsbundinn dóm og þarf að greiða átta milljónir króna í sekt.

Þetta kemur fram á vef DV.

Málið snérist annars vegar að einkahlutfélaginu Langárveiðum ehf. sem Ingvi Hrafn stýrir og hins vegar skattaskilum þeirra hjóna.

Ingvi Hrafn sagði í samtali við Vísi í janúar að þau hjónin hafi lýst sig algjörlega saklaus af öllum ásetningi. „„Þetta snýst um uppgjör á vegaframkvæmdum, vatnsveituframkvæmdum og á hvaða kennitölu þetta var sett. Við sögðum fyrir löngu: Ef þetta er svona þá bara borgum við þetta. En þá er svarið: Nei, það þarf að ákæra," sagði Ingvi Hrafn.

„Við teljum okkur vera alsaklaus af öllum misgjörðum og höfum lagt fram alla pappíra í hendurnar á skattrannsóknarstjóra og efnahagsbrotadeild," sagði Ingvi Hrafn í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×