Innlent

Dæmdur fyrir heimabankarán og frelsissviptingu

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.
Karlmaður á þrítugsaldri var dæmdur í 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa, ásamt tveimur öðrum karlmönnum, svipt mann á sextugsaldri frelsi sínu og neyða hann til þess að millifæra rúmlega hundrað þúsund krónur yfir í heimabanka eins af mönnunum. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir fjársvik, innbrot og fíkniefnalagabrot.

Árásin átti sér stað í desember árið 2009 og var hún hrottafengin. Meðal annars tóku mennirnir fórnarlambið hálstaki og tróðu tusku upp í munninn á honum.

Svo neyddu þeir manninn til þess að millifæra 110 þúsund krónur yfir á reikning eins af meintu árásarmönnunum. Þá eiga þeir að hafa safnað saman verðmætum á heimili mannsins fyrir um 80 þúsund krónur og flutt hluta af þeim á brott.

Annar maður var dæmdur fyrir skömmu fyrir sama glæp. Hann hlaut átján mánaða fangelsi fyrri brot sitt. Sá þriðji er búsettur í Svíþjóð en ekki hefur verið réttað yfir honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×