Innlent

B&L og Ingvar Helgason til sölu

ingvar Helgason. Myndin er úr safni.
ingvar Helgason. Myndin er úr safni.
Miðengi ehf., SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf. hafa falið Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 100% hlut í BLIH ehf, móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. (“IH”) og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. (“B&L”).

Samhliða verður fasteign sem hýsir starfsemi félagsins að Sævarhöfða í Reykjavík boðin til kaups.

Saman mynda IH og B&L eitt stærsta bifreiðaumboð landsins með níu sterk vörumerki innan sinna raða. Fjárhagslegri endurskipulagningu félaganna lauk fyrr á þessu ári þegar nýir eigendur komu að þeim, en eigendur þeirra eftir endurskipulagningu eru Miðengi ehf., dótturfélag Íslandsbanka, SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf.

Stefnt er á að söluferlið hefjist formlega í lok ágúst á þessu ári. Á þeim tíma verður söluferlið auglýst með formlegum hætti og tilkynnt um tímasetningar þess og kröfur seljenda til þeirra sem þátt geta tekið í söluferlinu.

Frekari upplýsingar um söluferlið eru veittar af Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka í síma 440 4500 og á netfanginu blih2011@islandsbanki.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×