Enski boltinn

Rooney orðaður við Birmingham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Írski knattspyrnumaðurinn Adam Rooney.
Írski knattspyrnumaðurinn Adam Rooney. Mynd/Heimasíða Inverness CT
Forráðamenn Birmingham eru sagðir hafa áhuga á að fá Írann Adam Rooney til liðs við sig. Sá er framherji og lék síðast með Inverness CT í skosku úrvalsdeildinni.

Honum gekk vel í Skotlandi á síðasta tímabili en þar skoraði hann 21 mark í 42 leikjum en hann er nú samningslaus. Forráðamenn Inverness vilja halda honum en óvíst er hvar Rooney spilar næst.

Adam Rooney hóf feril sinn hjá Stoke City þar sem hann fékk fá tækifæri og var lánaður til neðrideildarliðanna Yeovil, Chesterfield og Bury. Árið 2008 samdi hann svo við Inverness CT.

Rooney er vitaskuld eitt þekktasta nafnið í knattspyrnuheiminum í dag en Adam er vitaskuld ekkert skyldur stórstjörnunni Wayne Rooney hjá Manchester United. Wayne á reyndar yngri bróður sem einnig er knattspyrnumaður - sá heitir John og er nú á mála hjá New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×