Enski boltinn

De Gea: Get ekki beðið eftir að spila með Man. Utd

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David De Gea,
David De Gea,
Manchester United gekk í dag frá samningi við spænska U-21 árs landsliðsmarkvörðinn David De Gea. Hann kemur til félagsins frá Atletico Madrid og skrifaði undir fimm ára samning við United.

Hinn tvítugi De Gea fær það verðuga verkefni að leysa Edwin van der Sar af hólmi hjá United.

"Ég er mjög stoltur og get ekki beðið eftir að spila hérna. Þegar risafélag eins og Man. Utd kemur á eftir manni þá er maður augljóslega mjög ánægður," sagði De Gea.

"Þegar ég vissi af þeirra áhuga þá fékk ég aukahvatningu til þess að leggja enn harðar af mér. Það eru forréttindi að spila fyrir félag eins og United og ég ætla að sýna hvað í mér býr."

Hermt er að Man. Utd hafi greitt 17 milljónir punda fyrir markvörðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×