Enski boltinn

PSG vill fá Clichy

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gael Clichy.
Gael Clichy.
Það er enn rætt um framtíð Gael Clichy hjá Arsenal en jafnvel er búist við því að hann yfirgefi Lundúnafélagið í sumar eftir átta ára vist undir væng Wenger.

Þessi 25 ára leikmaður kom til félagsins frá Cannes á sínum tíma og hefur vaxið jafnt og þétt síðan. Hann hefur verið orðaður við lið eins og Juventus, Liverpool, Inter og Bayern Munchen í sumar.

Clichy á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal og náist ekki samningar má telja nokkuð víst að félagið selji hann.

PSG er eitt þeirra félaga sem hefur einnig mikinn áhuga og er búist við því að PSG sendi inn tilboð fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×