Enski boltinn

Adebayor vill ekki fara til Blackburn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adebayor fagnar með Real.
Adebayor fagnar með Real.
Það er enn óljóst hvað framherjinn Emmanuel Adebayor gerir í sumar. Hann vill ekki vera áfram hjá Man. City og félagið er til í að selja hann berist almennilegt tilboð.

Sjálfur vill Adebayor helst vera áfram hjá Real Madrid en hann var í láni hjá félaginu seinni hluta síðasta tímabils og stóð sig vel. Real hefur aftur á móti ekki enn viljað greiða þær 25 milljónir sem City vill fá fyrir leikmanninn.

Bæði Blackburn og PSG í Frakklandi hafa lýst yfir áhuga á að fá leikmanninn en Adebayor vill ekki fara til þeirra. Hann segist vilja spila með félagi sem eigi möguleika á að vinna titla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×