Kallar eftir afsögn sýslumannsins á Selfossi 28. júní 2011 20:31 Illugi Jökulsson. Mynd/Anton Brink Fulltrúi í stjórnlagaráði segir að Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sé ekki fær um að vernda fólk og eigi því að segja af sér þegar í stað. Ólafur Helgi ákvað að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem nauðgaði stjúdóttur sinni í Vestmannaeyjum síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Að auki er maðurinn talinn hafa misnotað tvær aðrar stúlkur á sama reki, en grófustu brotin tók hann upp á myndband. Maðurinn var í Héraðsdómi Suðurlands síðastliðinn laugardag úrskurðaður í gæsluvarðhald í einn mánuð á grundvelli almannahagsmuna, að kröfu setts ríkissaksóknara. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. Rætt var við Ólaf Helga í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að hver maður væri saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Það hafi verið mat hans ekki væri þörf að óska eftir að maðurinn sætti gæsluvarðhaldi. Þetta hefur Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnt. Það sama gerir Illugi Jökulsson, fulltrúi í stjórnlagaráði. „Hver maður er saklaus þar til sekt hans er sönnuð,“ segir Illugi í pistli á Eyjunni. „Þetta er góð, gild og nauðsynleg regla sem hafa verður í heiðri í sérhverju réttarríki. En að sýslumaðurinn á Selfossi telji fram þessa reglu til að réttlæta þá ákvörðun sína að láta ganga lausan barnanauðgara í Vestmannaeyjum, það er svívirða.“ Illugi segir Ólaf Helga bersýnilega úti að aka. „Og er þá mjög vægt að orði komist. Hann á að segja þegar í stað af sér. Hann er greinilega ekki fær um að vernda fólk.“ Tengdar fréttir Níddist á telpu og myndaði athæfið Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rökstudds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti. 28. júní 2011 07:00 Sýslumaður átti að krefjast gæsluvarðhalds yfir stjúpföðurnum Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnir Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi, og segir að eðlilegt hefði verið að krefjast gæsluvarðhalds yfir manni sem talinn er hafa nauðgað stjúpdóttur sinni í Vestmannaeyjum síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Að auki eru grunur um að maðurinn hafi misnotað tvær aðrar stúlkur á sama reki en grófustu brotin tók hann upp á myndband. Rætt var við Björgvin kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 28. júní 2011 18:06 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Fulltrúi í stjórnlagaráði segir að Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sé ekki fær um að vernda fólk og eigi því að segja af sér þegar í stað. Ólafur Helgi ákvað að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem nauðgaði stjúdóttur sinni í Vestmannaeyjum síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Að auki er maðurinn talinn hafa misnotað tvær aðrar stúlkur á sama reki, en grófustu brotin tók hann upp á myndband. Maðurinn var í Héraðsdómi Suðurlands síðastliðinn laugardag úrskurðaður í gæsluvarðhald í einn mánuð á grundvelli almannahagsmuna, að kröfu setts ríkissaksóknara. Fyrst var greint frá málinu í Fréttablaðinu í dag. Rætt var við Ólaf Helga í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. Þar sagði hann meðal annars að hver maður væri saklaus þar til sekt hans væri sönnuð. Það hafi verið mat hans ekki væri þörf að óska eftir að maðurinn sætti gæsluvarðhaldi. Þetta hefur Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnt. Það sama gerir Illugi Jökulsson, fulltrúi í stjórnlagaráði. „Hver maður er saklaus þar til sekt hans er sönnuð,“ segir Illugi í pistli á Eyjunni. „Þetta er góð, gild og nauðsynleg regla sem hafa verður í heiðri í sérhverju réttarríki. En að sýslumaðurinn á Selfossi telji fram þessa reglu til að réttlæta þá ákvörðun sína að láta ganga lausan barnanauðgara í Vestmannaeyjum, það er svívirða.“ Illugi segir Ólaf Helga bersýnilega úti að aka. „Og er þá mjög vægt að orði komist. Hann á að segja þegar í stað af sér. Hann er greinilega ekki fær um að vernda fólk.“
Tengdar fréttir Níddist á telpu og myndaði athæfið Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rökstudds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti. 28. júní 2011 07:00 Sýslumaður átti að krefjast gæsluvarðhalds yfir stjúpföðurnum Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnir Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi, og segir að eðlilegt hefði verið að krefjast gæsluvarðhalds yfir manni sem talinn er hafa nauðgað stjúpdóttur sinni í Vestmannaeyjum síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Að auki eru grunur um að maðurinn hafi misnotað tvær aðrar stúlkur á sama reki en grófustu brotin tók hann upp á myndband. Rætt var við Björgvin kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 28. júní 2011 18:06 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Níddist á telpu og myndaði athæfið Karlmaður á fimmtugsaldri, búsettur í Vestmannaeyjum, situr nú í gæsluvarðhaldi vegna rökstudds gruns að hann hafði níðst kynferðislega á stúlkubarni svo mánuðum skipti. 28. júní 2011 07:00
Sýslumaður átti að krefjast gæsluvarðhalds yfir stjúpföðurnum Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, gagnrýnir Ólaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi, og segir að eðlilegt hefði verið að krefjast gæsluvarðhalds yfir manni sem talinn er hafa nauðgað stjúpdóttur sinni í Vestmannaeyjum síðari hluta árs 2009 og fyrri hluta ársins 2010. Að auki eru grunur um að maðurinn hafi misnotað tvær aðrar stúlkur á sama reki en grófustu brotin tók hann upp á myndband. Rætt var við Björgvin kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. 28. júní 2011 18:06