Innlent

Fundað vegna yfirvinnubanns flugmanna

Mynd/Valli
Fulltrúar flugmanna Icelandair og Icelandair sitja nú á fundi í Karphúsinu vegna yfirvinnubanns flugmanna. Ríkissáttasemjari sleit viðræðum deiluaðila á laugardaginn þar sem of mikið bar á milli. Hann boðaði nýjan fund í dag og hófst fundurinn klukkan hálf tvö.

Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar aðgerðir flugmanna Icelandair hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna. Ferðamenn geti vel geta farið til annarra landa ef flug þeirra til Íslands félli niður og sagði Erna að það væri eitthvað sem ferðaþjónustan mætti ekki við.

Líkt og um helgina hefur Icelandair þurft að fella niður flug í dag vegna aðgerða flugmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×