Innlent

Telur breytingar á kvótakerfinu ógna bankakerfinu

Mynd/Stefán Karlsson
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður, segir að þær breytingar sem lagt er til að gerðar verði á kvótakerfinu séu óraunhæfar. Jafnframt telur hún að breytingarnar ógni bankakerfinu. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lilju.

Þar segir Lilja að verið sé að afvegaleiða umræðuna. „Árið 2009 fór fram umræða sem engin skynsemi var í en þjónaði þeim tilgangi að draga athygli andstæðinga Icesave frá endurreisn bankakerfisins. Enn á ný er verið að afvegaleiða umræðuna. Lagðar eru til breytingar á kvótakerfinu sem aldrei geta orðið.“

Þá segir Lilja: „Fyrning skuldsetts kvóta mun leiða til málaferla og ógna endurreistu bankakerfi. Umræðan gefur fólki von um réttlæti sem búið er koma í veg fyrir að geti orðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×