Flytur út tónlist 27. júní 2011 11:48 Apparat Organ Quartet gerði samning fyrir umboðsskrifstofuna Mynd: Projekta Ný umboðsskrifstofa hefur verið sett á laggirnar sem sérhæfir sig í ráðgjöf og útflutningi tónlistar. Fyrirtækið, sem hefur hlotið nafnið PROJEKTA, er starfrækt af John Rogers, stofnanda Brainlove plötuútgáfunnar, Vasilis Panagiotopoulos, umboðsmanni og kynningarfulltrúa, og Hildi Maral Hamíðsdóttur, viðburðastjórnanda og kynningarfulltrúa, en þau hafa öll starfað lengi innan tónlistargeirans á ólíkum sviðum. PROJEKTA gerir út frá London, Brussel og Reykjavík og fer listinn yfir hljómsveitir á mála hjá fyrirtækinu ört stækkandi, samkvæmt tilkynningu. Nú síðast var það hin goðsagnakennda sveit Apparat Organ Quartet sem bættist við listann en hljómsveitin gerði nýlega samning við danska plötufyrirtækið Crunchy Frog um útgáfu plötunnar Pólýfóníu á erlendri grundu. Pólýfónía kom út á Íslandi á vegum 12 Tóna síðla ársins 2010 og hlaut feikigóða dóma, en hún mun prýða stræti Evrópu frá og með september þegar hún kemur út hjá Crunchy Frog. Í kjölfarið stefnir hljómsveitin á tónleikahald í Evrópu til að fylgja útgáfunni eftir. Aðrar hljómsveitir á mála hjá PROJEKTA eru gríska sveitin FILM, hin íslenska Rökkurró og breska sveitin Napoleon IIIrd sem er nýbúin að gefa út aðra plötu sína við góðar undirtektir. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Ný umboðsskrifstofa hefur verið sett á laggirnar sem sérhæfir sig í ráðgjöf og útflutningi tónlistar. Fyrirtækið, sem hefur hlotið nafnið PROJEKTA, er starfrækt af John Rogers, stofnanda Brainlove plötuútgáfunnar, Vasilis Panagiotopoulos, umboðsmanni og kynningarfulltrúa, og Hildi Maral Hamíðsdóttur, viðburðastjórnanda og kynningarfulltrúa, en þau hafa öll starfað lengi innan tónlistargeirans á ólíkum sviðum. PROJEKTA gerir út frá London, Brussel og Reykjavík og fer listinn yfir hljómsveitir á mála hjá fyrirtækinu ört stækkandi, samkvæmt tilkynningu. Nú síðast var það hin goðsagnakennda sveit Apparat Organ Quartet sem bættist við listann en hljómsveitin gerði nýlega samning við danska plötufyrirtækið Crunchy Frog um útgáfu plötunnar Pólýfóníu á erlendri grundu. Pólýfónía kom út á Íslandi á vegum 12 Tóna síðla ársins 2010 og hlaut feikigóða dóma, en hún mun prýða stræti Evrópu frá og með september þegar hún kemur út hjá Crunchy Frog. Í kjölfarið stefnir hljómsveitin á tónleikahald í Evrópu til að fylgja útgáfunni eftir. Aðrar hljómsveitir á mála hjá PROJEKTA eru gríska sveitin FILM, hin íslenska Rökkurró og breska sveitin Napoleon IIIrd sem er nýbúin að gefa út aðra plötu sína við góðar undirtektir.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira