Innlent

Minningarleiftur úr Eyjafirði - keppni Sögufélagsins

Í keppninni má skrifa um hafa gerst á 20. öldinni og í Eyjafirði
Í keppninni má skrifa um hafa gerst á 20. öldinni og í Eyjafirði Mynd úr safni
Sögufélag Eyfirðinga fagnar á þessu ári 40 ára afmæli. Af því tilefni stendur félagið fyrir samkeppni um athyglisverðar minningar. Skorað er á alla, unga sem aldna, konur og karla, að hugleiða hvað á dagana hefur drifið og setja á blað minningaleiftur. Viðkomandi þarf ekki að vera Eyfirðingur í neinum skilningi þess orðs en atburðurinn sem hann rifjar upp verður að hafa gerst á 20. öldinni og í Eyjafirði - en þar er talinn með Siglufjörður að vestanverðu og Gjögrar að austan. „Og, svo það sé undirstrikað rækilega, frásögnin verður að vera byggð á persónulegri reynslu - þetta var það sem ég upplifði og sá, mínar tilfinningar og minn sjónarhóll,“ segir í tilkynningu.

„Það skal tekið fram að ef einhver á í fórum sínum frásögn t.d. afa eða ömmu, sem uppfyllir framantalin skilyrði, þá á hún heima í þessari samkeppni sem er ekki síst hugsuð sem tækifæri til að forða skemmtilegum og fróðlegum minningum frá gleymsku. Sögufélagið áskilur sér sem sé rétt til að birta innsendar greinar í Súlum, ársriti félagsins, sér að kostnaðarlausu

Ágætt er að miða við þrjár blaðsíður, greinin má þó vera styttri eða lengri ef efnið krefst þess. Nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi, þrjár viðurkenningar verða veittar en seinasti skiladagur er 22. október 2011," kemur fram í tilkynningunni.

Ritgerðir sendist til ritstjóra Súlna:

Hauks Ágústssonar

Galtalæk

600 Akureyri




Fleiri fréttir

Sjá meira


×