Innlent

Þrjú stutt viðvörunarmerki fyrir hverja sprengingu

Hér sést brotin rúða í íbúðarhúsi á Bolungarvík eftir óhappið í síðustu viku. Einnig urðu skemmdir á þökum
Hér sést brotin rúða í íbúðarhúsi á Bolungarvík eftir óhappið í síðustu viku. Einnig urðu skemmdir á þökum Mynd Nikólína
Þrjú stutt hljóðmerki verða gefin fyrir hverja sprengingu við gerð snjóflóðavarnargarðinn í Bolungarvík til að gera íbúum viðvart. Sprengingar verða áfram á sama tíma og verið hefur, klukkan 12.00, 15.30 eða 18.00. Viðvörunarhljóðið er liður í ferli sem hrint var af stað vegna óhapps við sprengingar fyrir helgina þar sem miklar skemmdir urðu á nærliggjandi húsum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sigurði Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Ósafls hf. sem sér um framkvæmdirnar.

Lögregla og Vinnueftirlit rannsaka nú tildrög óhappsins, og munu starfsmenn og öryggisfullrúi Ósafls fara yfir verklag. „Þegar ástæður óhappsins liggja fyrir munum við endurbæta vinnulag sem tryggir að óhapp sem þetta endurtaki sig ekki," segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að sprengingar hefjist ekki að nýju fyrr en ástæður óhapps liggja fyrir og verklag hefur verið endurbætt.




Tengdar fréttir

Fékk grjótregn á þakið: Þetta hljómaði eins og hvellhetta

Rúður eru brotnar og þök dælduð í Bolungarvík eftir að grjóti ringdi þar yfir íbúðarhús um hádegisbilið. Ástæðan er sú að verktaki var að sprengja í fjallinu fyrir ofan þar sem unnið er að gerð snjóflóðagarðs. Nikólína Beck Þorvaldsdóttir var heima hjá sér ásamt fjölskyldu þegar grjótinu tók að rigna yfir húsið. Þeim brá skiljanlega mjög en gerðu sér í fyrstu ekki grein fyrir hvað var að gerast. Nokkuð hefur verið um sprengingar að undanförnu og hélt hún í fyrstu að þarna hefði sprenging mistekist. "Þetta hljómaði eins og hvellhetta," segir hún. Ekki er vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. "Margir voru úti að vinna í görðunum sínum og ég þakka bara fyrir að þetta lenti ekki á neinum," segir Nikólína. Eftir því sem hún best veit eru engin hús óíbúðarhæf eftir grjóthrunið þó sum þeirra séu vissulega illa farin. Hjá henni urðu mestu skemmdirnar á þakinu þar sem gat kom í bárujárnið, jafnvel þó þar hafi ekki verið um stóra hnullunga að ræða. Þar hafi hraði grjótsins haft úrslitaáhrif þegar kom að skemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×