Viðskipti erlent

Öldrykkja Dana minnkar um 26% á áratug

Öldrykkja Dana hefur minnkað um 26% eða rúman fjórðung á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í nýjum tölum um áfengisneyslu Dana frá dönsku hagstofunni.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að í staðinn drekki Danir æ meira af léttvínum. Í ár mun léttvínsdrykkja Dana í fyrsta sinn verða meiri en öldrykkjan mælt í hreinu alkóhóli.

Vegna þessarar þróunar hafa ölrisar á borð við Carlsberg og Royal Unibrew stöðugt þurft að finna upp nýja drykki til að selja til að halda sölu sinni og veltu uppi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×