Viðskipti erlent

Airbus gerir risasamning í París

Indverska lággjaldaflugfélagið IndiGo hefur lagt inn stærstu flugvélapöntun allra tíma hjá Airbus verksmiðjunum. Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París sem nú stendur yfir en félagið hefur keypt 180 farþegaþotur af Airbus gerð.

Samningurinn er metinn á litla 16 milljarða dollara eða 1840 milljarða íslenskra króna en Indverjarnir kaupa Airbus A320 þotur.

Ekki nóg með það, heldur er uppi sterkur orðrómur um að Malasíska félagið AirAsia ætli sér að gera enn betur á sýningunni og kaupa 200 þotur af Airbus, með kauprétt að hundrað til viðbótar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×