Schumacher telur mótið í Valencia áhugavert fyrir ökumenn og áhorfendur 22. júní 2011 16:04 Michael Schumacher í Montreal í Kanada á dögunum. AP mynd: Darron Cummings Formúlu 1 ökumaðurinn Michel Schumacher hjá Mercedes keppir ásamt liðsfélaga sínum Nico Rosberg á götubrautinni í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Fyrstu æfingar Formúlu 1 keppnisliða eru á brautinni á föstudag og lokaæfingin og tímatakan á laugardag. Schumacher átti góða spretti í síðustu keppni sem var í Montreal í Kanada og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en tókst þó ekki að krækja í verðlaun en varð í fjórða sæti í mótinu. „Eftir hvetjandi helgi í Kanada er gott að vera kominn aftur til Evrópu á ný, þar sem sumar tímabilið hefst. Valencia setur á svið eitt óvenjulegasta mótið á mótaskránni á götubraut, sem er að mínu mati áhugaverð fyrir ökumenn og áhorfendur", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Ég naut mín hér í fyrra á braut sem er hröð og flæðandi, ef miðað er við að þetta er götubraut. Ég hlakka til að keppa þar. Auðvitað vonumst við til að geta gert góða hluti og sýnt styrkleika og reynslu, áður en við förum á heimavelli okkar í Englandi og Þýskalandi." Landi Schumachers frá Þýskalandi, Rosberg segir einbeitingu mikilvæga í Valencia. „Brautin er blanda alvöru brautar og götubrautar, þannig að veggirnir eru nálægy bílunum og maður verður að einbeita sér í öllum 25 beygjunum. Ég nýt þess að keyra þar og þetta er stórt mót í nokkuð svalri borg", sagði Rosberg sem hitti samstarfsmenn sína í bækistöð Mercedes Formúu 1 liðsins í Englandi í síðustu viku. „Við vinnum að því að ná betri árangri í Valencia en í Kanada og ég er nokkuð bjartsýnn á að við getum látið það gerast", sagði Rosberg. Formúla Íþróttir Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Formúlu 1 ökumaðurinn Michel Schumacher hjá Mercedes keppir ásamt liðsfélaga sínum Nico Rosberg á götubrautinni í Valencia á Spáni á sunnudaginn. Fyrstu æfingar Formúlu 1 keppnisliða eru á brautinni á föstudag og lokaæfingin og tímatakan á laugardag. Schumacher átti góða spretti í síðustu keppni sem var í Montreal í Kanada og var í baráttu um verðlaunasæti um tíma, en tókst þó ekki að krækja í verðlaun en varð í fjórða sæti í mótinu. „Eftir hvetjandi helgi í Kanada er gott að vera kominn aftur til Evrópu á ný, þar sem sumar tímabilið hefst. Valencia setur á svið eitt óvenjulegasta mótið á mótaskránni á götubraut, sem er að mínu mati áhugaverð fyrir ökumenn og áhorfendur", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Ég naut mín hér í fyrra á braut sem er hröð og flæðandi, ef miðað er við að þetta er götubraut. Ég hlakka til að keppa þar. Auðvitað vonumst við til að geta gert góða hluti og sýnt styrkleika og reynslu, áður en við förum á heimavelli okkar í Englandi og Þýskalandi." Landi Schumachers frá Þýskalandi, Rosberg segir einbeitingu mikilvæga í Valencia. „Brautin er blanda alvöru brautar og götubrautar, þannig að veggirnir eru nálægy bílunum og maður verður að einbeita sér í öllum 25 beygjunum. Ég nýt þess að keyra þar og þetta er stórt mót í nokkuð svalri borg", sagði Rosberg sem hitti samstarfsmenn sína í bækistöð Mercedes Formúu 1 liðsins í Englandi í síðustu viku. „Við vinnum að því að ná betri árangri í Valencia en í Kanada og ég er nokkuð bjartsýnn á að við getum látið það gerast", sagði Rosberg.
Formúla Íþróttir Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira