Innlent

Dimmuborgir og Hverfjall friðuð

Dimmuborgir
Dimmuborgir Mynd/Umhverfisstofnun
Dimmuborgir og Hverfjall í Skútustaðahreppi verða friðlýst á morgun við hátíðlega athöfn. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna og mun athöfnin fara fram við rætur Hverfjalls og inni í Dimmuborgum



Þetta eru fyrstu friðlýsingar á Mývatnssvæðinu eftir að lögum um vernd Mývatns og Laxár var breytt árið 2004, en í kjölfarið tók Umhverfisstofnun saman skýrslu yfir þau svæði sem hún taldi nauðsynlegt að vernda sérstaklega. Dimmuborgir og Hverfjall (Hverfell) eru á meðal þeirra svæða og hefur undirbúningur að friðlýsingu þeirra gengið einstaklega vel frá því að hann hófst um miðjan apríl síðastliðinn.



Heildarflatarmál Hverfjallssvæðisins er 312.72 hektarar en Dimmuborga 423,5 hektarar og eru svæðin því samtals um 7.362 ferkílómetrar.


HverfjallMynd/Umhverfisstofnun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×