Enski boltinn

Clichy líklega á leiðinni til Man City

Gaël Clichy er að öllum líkindum á förum frá Arsenal.
Gaël Clichy er að öllum líkindum á förum frá Arsenal. AFP
Gaël Clichy er að öllum líkindum á förum frá Arsenal. Vinstri bakvörðurinn frá Frakklandi er samkvæmt enskum fjölmiðlum á góðri leið með að semja við Manchester City og kaupverðið um 7 milljónir punda eða 1,3 milljarðar kr. Clichy á eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en hann er 25 ára gamall. Franska liðið Paris Saint-Germain og Liverpool á Englandi höfðu einnig sýnt honum áhuga.

Roberto Mancini knattspyrnustjóri Man City hefur enn ekki fundið rétta manninn í stöðu vinstri bakvarðar hjá liðinu. Wayne Bridge náði sér aldrei á strik og Aleksandar Kolarov sem keyptur var til félagsins fyrir um 3 milljarða kr. frá Lazio  á Ítalíu var ekki sannfærandi á sínu fyrsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×