Enski boltinn

Bendtner sleppti EM og skemmti sér í Vegas á meðan

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Nicklas Bendtner, framherji enska liðsins Arsenal, fær mikla gagnrýni í dönskum fjölmiðlum þessa dagana.
Nicklas Bendtner, framherji enska liðsins Arsenal, fær mikla gagnrýni í dönskum fjölmiðlum þessa dagana. AFP
Nicklas Bendtner, framherji enska liðsins Arsenal, fær mikla gagnrýni í dönskum fjölmiðlum þessa dagana. Dagblaðið BT greindi frá því að Bendtner hafi valið það að skemmta sér í Las Vegas í Bandaríkjunum með vinum sínum í stað þess að leika með danska U21 árs landsliðinu í úrslitum Evrópumótsins.

Bendtner gaf ekki kost á sér í liðið af fjölskylduástæðum með yfirlýsingu sem kom frá framherjanum um miðjan maí. Hann ætlaði sér að vera með ungum syni sínum í staðinn en eftir að BT greindi frá því að Bendtner hafi forgangsraðað hlutunum með öðrum hætti hafa margir gagnrýnt ákvörðun Bendtner.

BT segir ennfremur að Bendtner hafi komið við í New York í skemmtiferðinni með vinahópnum á meðan Danir náðu sér ekki á strik á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×