Viðskipti erlent

Olíuverðið rýkur upp að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu rauk upp í gærdag í kjölfar þess að gríska þingið samþykkti aðhaldsaðgerðir grísku stjórnarinnar. Einnig spilar inn í hækkunina að olíubirgðir Bandaríkjanna hafa minnkað nokkuð að undanförnu.

Brent olían hækkaði um 3,5% og stóð í 112 dollurum á tunnuna í lok dagsins. Bandaríska léttolían hækkaði svipað og fór í rúma 95 dollurum á tunnuna.

Samkvæmt frétt á Reuters í morgun heldur verðið á Brent olíunni áfram að hækka og stendur nú í 112,5 dollar á tunnuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×