Erlent

Síðasta blað News of the World - „Takk fyrir og bless“

Skjáskot af vefsíðu News of the World
Skjáskot af vefsíðu News of the World
Breska vikublaðið News of the World kemur út í síðasta skipti á morgun en ákveðið hefur verið að leggja blaðið niður eftir að fréttir bárust að því að menn á vegum blaðsins hefðu hlerað síma einstaklinga.

Á forsíðunni á blaðinu í fyrramálið stendur „Takk fyrir og bless" og gamlar forsíður blaðsins eru í bakgrunni.

Fréttirnar um hleranir blaðsins hafa vakið hörð viðbrögð og á endanum ákvað eigandi blaðsins Rupert Murdoc að leggja það niður. Á meðal þeirra sem voru hleraðir voru brotaþolar í áberandi sakamálum og fræga listamenn.

News of the World er eitt stærsta blaðið í Bretlandi og var stofnað árið 1843.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×