Enski boltinn

Nasri fer í æfingaferð til Asíu - Fabregas ekki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fabregas er þrálátlega orðaður við uppeldisfélag sitt Barcelona
Fabregas er þrálátlega orðaður við uppeldisfélag sitt Barcelona Nordic Photos/AFP
Franski miðjumaðurinn Samir Nasri fer með Arsenal í æfingaferð til Asíu. Nasri hefur verið orðaður sterklega við brotthvarf frá Lundúnarliðinu. Cesc Fabregas verður hins vegar eftir í London þar sem hann glímir við meiðsli.

Fabregas kemur ekki með okkur vegna þess að hann er að glíma við meiðsli, sagði Wenger við heimasíðu Arsenal.

"Afstaða okkar hefur ekkert breyst. Við viljum halda Cesc og ég mun berjast fyrir því eins og ég get," sagði franski þjálfarinn.

Nasri, sem á 12 mánuði eftir af samningi sínum við Arsenal, fer með liðinu til Asíu. Arsenal hafnaði 20 milljóna punda boði Manchester United í Frakkann. Talið er að Arsenal vilji 25 milljónir punda fyrir Nasri.

"Afstaða okkar varðandi Samir Nasri er sú sama. Við gerum allt sem við getum til þess að halda honum," sagði Wenger.

Athygli vekur að Manuel Almunia og Nicklas Bendtner fara ekki með liðinu sem bendir til þess að leikmennirnir séu á förum frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×